Starfsmenntasjóður SfK

Starfsmannafélag Kópavogs

Markmið starfsmenntasjóðsins eru:

Að starfsmenn beri ekki verulegan kostnað af námi, sem beinlínis er við það miðað að, að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar á sínu sérsviði.

Að starfsmenn eigi án verulegs kostnaðar kost á námskeiðum, sem geri þeim mögulegt að taka að sé vandasamari störf og gera þá hæfari einstaklinga.

Bæjarsóður Kópavogs greiðir til sjóðsins 0,3% af föstum launum starfsmanna. Auk þess hefur sjóðurinn tekjur af vöxtum.

Stjórn sjóðsins er sú sama og stjórn SfK og er að jafnaði úthlutað úr sjóðnum mánaðarlega.

 

Meðal þess sem sjóðurinn styrkir er eftirfarandi:

Stutt námskeið

Viðbótarnám, sérfræði- og endurhæfingarnámskeið

Kostnað við þátttöku á ráðstefnum

Tómstundanámskeið

 

Fjárhæðir og hlutfall styrkja taka meðal annars mið af starfsaldri starfsmanna.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um styrki og úthlutanir á skrifstofu SfK.

 

Reglugerð um starfsmenntasjóð Starfsmannafélags Kópavogs.

 

umsoknareydublad-starfsmenntasjodur2016

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.