Miðar í Hvalfjarðargöng

Starfsmannafélag Kópavogs

Starfsmannafélag Kópavogs býður félagsmönnum að kaupa miða í Hvalfarðagöngin. Hægt er að kaupa einn miða eða fleiri á kjörum sem eru sambærileg því verði sem fæst með því að kaupa kort í göngin.

Hægt er að fá upplýsingar um verð og kaupa miða í Hvalfjarðargöngin á skrifstofu félagsins.

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.