Starfsmannafélag Kópavogs á fimm orlofshús sem félagsmenn get leigt. Lámarks dvalartími er mismunandi eftir árstíðum. Fjögur húsanna eru leigð allt árið um kring en hús félagsins á Eiðum er aðeins til leigu yfir sumartímann.
Flugávísanir (gjafabréf) hjá Icelandair eru til sölu á skrifstofu félagsins. Flugávísanirnar kosta 18.000 til félagsmanna en eru að verðmæti 25.000 hvert og gilda í öll flug og tilboð á vegum félaganna. Gjafabréfin gilda þó ekki fyrir gjöldum og flugvallasköttum á punktafargjöldum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu SfK.
Gistimiðar á hótelum – Hótel Edda og Fosshótel
Félagið niðurgreiðir gistimiða fyrir félagsmenn á Eddu- og Fosshótelum. Hægt er að kaupa miða á skrifstofu SfK.
Hægt er að kaupa miða í Hvalfjarðargöngin á skrifstofu félagsins.
Félagsmönnum SfK býðst Útilegukortið á niðurgreidduverði. Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.
Allar nánari upplýsingar má finna á vef Útilegukortsins.
Kortin eru seld á skrifstofu SfK.
Félagsmönnum SfK býðst að kaupa Veiðikortið á niðurgreidduverði. Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í rúmlega 37 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Eiganda kortsins ber að merkja kortið á bakhlið með kennitölu sinni.
Allar nánari upplýsingar má finna á vef Veiðikortsins.
Kortin eru seld á skrifstofu SfK.