Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs

Vil minna alla félagsmenn að kjósa.

Vil minna alla félagsmenn að kjósa um kjarasamninginn. Ef þið hafið ekki fengið tölvupóst með atkvæðaseðli – vinsamlegast hafiðð samband við skrifstofuna á morgun. Kveðja, Jófríður Hanna formaður SfK

Kynning á nýjum kjarasamning SfK og Kópavogsbæjar

Ágætu félagsmenn,

Kynning á nýjum kjarasamningi SfK og SNS fyrir hönd Kópavogsbæjar fer fram fimmtudaginn 26/11 kl. 16.00 í sal Smáraskóla. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér nýjan kjarasamning.

Hér er hægt að skoða nýjan kjarasamning.

Önnur kynning fer fram föstudaginn 27/11 á skrifstofu félagsins að Bæjarlind 14-16.

Kæru félagsmenn! Það er stjórnarfundur í dag kl. 13:15 og á þeim fundi verður tekin ákvörðun um hvar og hvenær samningurinn verður kynntur.

Búið að skrifa undir nýjan kjarasamning.

Ágætu félagsmenn, kl. 19:20 þann 20.11.2015, var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir bæjarstarfsmenn. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015. Nánari upplýsingar verða settar inn eftir helgi. Kveðja, formaður SfK

Kæru félagsmenn.

Búið er að boða baklandið til fundar á morgun föstudag  kl. 13:00.

Kjarasamningur við RÍKIÐ samþykktur.

Kjarasamningur starfsmannafélags Kópavogs vegna ríkisstarfsmanna í SfK var samþykktur 18.11.2015.

Fundi hjá sáttasemjara vegna bæjarstarfsmanna  lauk kl.17:30 í gær 18/11 og annar fundur  boðaður kl. 10:30 í dag 19/11.

kveðja,

stjórn SfK

Fundur hjá Sáttasemjara eftir að við vísuðum málinu til hans, var haldinn mánudag 16. nóv. kl: 10.30.

Þar var farið yfir stöðuna hjá deiluaðilum og málið sett í farveg. Hagfræðingar settir í vinnu og ófrágengin texti á að skila sér til aðila á morgun.

Næsti fundur er síðan boðaður á miðvikudag 18. nóv. kl: 10.00 og gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu næstu daga þar á eftir.

kveðja,

stjórn SfK

Frestur umsókna og fylgiganga 2015.

 Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2015 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi föstudaginn 18. desember nk.

 Þetta á bæði við um þá sem þegar hafa sent inn umsóknir á netinu og eiga eftir að skila inn fylgigögnum og  einnig þá sem eiga eftir að sækja um.

Komi umsóknir eftir þann tíma mun umsóknin undantekningalaust falla yfir á rétt ársins 2016.

Að gefnu tilefni bendum við á að skila þarf frumriti reikninga til sjóðsins, reikningar sendir með tölvupósti teljast ekki gildir.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Styrktarsjóðsins

Bæjarstarfsmannafélögin vísuða kjaradeilu til ríkissáttasemjara þann 11.11.2015. Krafan er að ná sambærilegum samningi og aðrir hafa verið að gera. Búið að boða fund hjá ríkissáttasemjara 16.11.2015 kl. 10:30. Setjum inn fréttir að þeim fundi loknum.

Page 5 of 18« First...«34567»10...Last »

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.