Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs

Kynbundið og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

kynbundin-og-kynferdisleg-areitni-og-ofbeldi-a-vinnustodum-baeklingur

Frestur umsókna og fylgigagna 2017


Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2017 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi miðvikudaginn 20. desember nk.

UMSÓKNARFRESTUR Í ORLOFSHÚS UM JÓL OG ÁRAMÓT LÝKUR FÖSTUDAGINN 1/12 nk. kl. 13:00.

Kæru félagsmenn!

Við minnum á að nú er hægt að sækja um í orlofshúsunum okkar fyrir nk Jól og áramót.

Jólavikan er frá 22/12 – 29/12´17.

Áramótavikan er frá 29/12 – 5/1´18.

Viljum taka fram að við lokum fyrir umsóknir föstudaginn 1/12 nk. kl. 13:00.

LOKAÐ DAGANA 9 – 10/11´17.

Kæru félagsmenn!

það verður lokað á skrifstofunni dagana 9 og 10/11 n.k.

V/ Landsfundar Bæjarstarfsmannafélaga.

N.K. JÓL OG ÁRAMÓT.

Kæru félagsmenn!

13.11 n.k.  verður opnað fyrir umsóknir í orlofshús félagsins um Jólin  og áramótin 2017.

 

Opnað fyrir bókanir haustið 2017

Við minnum á að mánudaginn  21. ágúst kl. 10:00  verður hægt að bóka orlofshús fyrir haustönn 2017.

Fræðsludagur starfsmanna íþróttamannvirkja þriðjudaginn 30.maí 2017 kl. 11 – 15.

Sjá meðfylgjandi upplísingar :

kjolur_augl_A4_HQ

 

 

Breytingar á A-deild 01.06.2017

Breytingar á A-deild 01.06.2017 | Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Breytingar_A_deild

Kynningarfundir um breytingar á A-deild LSR í maí 2017

Fjallað verður um væntanlegar breytingar á A-deild LSR sem taka gildi 1. júní nk. og hver áhrif breytinganna verða á núverandi sjóðfélaga í A-deild LSR og þá sjóðfélaga sem koma nýir inn í sjóðinn eftir 01.06.2017.

Allir fundirnir hefjast kl. 16:30.

 • Reykjavík: Hilton Reykjavík Nordica
  10. maí og 23. maí
  Streymt verður beint frá fundunum á vef LSR
 • Akureyri: Hótel KEA
  11. maí
 • Ísafjörður: Hótel Ísafjörður
  15. maí
 • Egilsstaðir: Hótel Hérað
  22. maí

MÆTUM Í KRÖFUGÖNGU 1. MAÍ.

Mætum öll í kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins | BSRB

Mætum öll í kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins

Góð þátttaka var í kröfugöngu og baráttufundi í Reykjavík í fyrra.
Góð þátttaka var í kröfugöngu og baráttufundi í Reykjavík í fyrra.

Samstaðan hefur skilað íslensku launafólki miklu á undanförnum áratugum. Þá samstöðu sýnum við með því að mæta í kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins.

BSRB hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna í kröfugöngu og á baráttufundi hvar sem þeir eru á landinu.

Bandalagið tekur þátt í kröfugöngu í Reykjavík. Safnast verður saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00 og hefst kröfuganga klukkan 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10.

Dagskrá útifundarins:

 • Söngfjelagið
 • Ræða Lilju Sæmundsdóttur formanns Félags hársnyrtisveina
 • Söngfjelagið
 • Ræða Garðars Hilmarssonar formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
 • Amabadama flytur 2 lög
 • Söngfjelagið/samsöngur – Maístjarnan og Nallinn

Kórstjóri Söngfjelagsins er Hilmar Örn Agnarsson. Hulda M. Halldórsdóttir syngur á táknmáli og Agnes Steina Óskarsdóttir túlkar á táknmáli. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð.

Að fundi loknum býður BSRB upp á kaffi á Grettisgötu 89.
Hér að neðan má sjá lista yfir hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins víða um land. Listinn var tekinn saman af ASÍ.
Hafnarfjörður
Baráttutónleikar verða haldnir í Bæjarbíó að Strandgötu 6, Hafnarfirði, í húsi Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar milli kl. 13 og 15.
Kynnir: Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar
Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, flytur 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði
At-Breakpoint – Jóhanna Guðrún og Davíð – Jón Jónson og Margrét Eir troða upp

Akranes
Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.
Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson
Ræðumaður dagsins: Ólafur Arnarson
Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög
Kaffiveitingar. Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00

Borgarnes
Hátíðar- og baráttufundur hefst í Hjálmakletti kl. 11.00
Hátíðin sett: Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands
Ræða dagsins: Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu
Boðið upp í dans, tvö pör sýna dans
Atriði frá Grunnskólanum í Borgarnesi
Egill Ólafsson stuðmaður með meiru tekur lagið
Internasjónalinn
Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að fundi loknum
Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl. 13:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa

Stykkishólmur
Kynnir: Dallilja Inga Steinarsdóttir
Ræðumaður: Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur í félagsmáladeild ASÍ
Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs
Stórsveit Snæfellinga
Kaffiveitingar

Grundarfjörður
Kynnir: Helga Hafsteinsdóttir
Ræðumaður: Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur í félagsmáladeild ASÍ
Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs
Stórsveit Snæfellinga
Kaffiveitingar

Snæfellsbær
Kynnir: Guðmunda Wíum
Ræðumaður: Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur í félagsmáladeild ASÍ
Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs
Stórsveit Snæfellinga
Ka­ffiveitingar
Sýning eldriborgara
Bíósýning

Búðardalur
Dagskrá í Dalabúð kl. 14:30
Kynnir: Kristín G. Ólafsdóttir, stjórnarmaður SDS
Ræðumaður: Eiríkur Þór Theódórsson varaformaður ASÍUng og stjórnarmaður í Stétt Vest
Skemmtiatriði: Stórsöngvarinn og leikarinn Egill Ólafsson
Kaffiveitingar að lokinni dagskrá

Ísafjörður
Kröfugangan leggur af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu kl. 14.00
Dagskráin í Edinborgarhúsi:
Lúðrasveit tónlistarskólans: Stjórnandi Madis Maekalle
Ræðumaður dagsins: Bergvin Eyþórsson sjómaður
Söngatriði: Sigrún Pálmadóttir, undirleikur Beata Joó
Pistill: Kolbrún Sverrisdóttir verkakona
Leikatriði: Dýrin í Hálsaskógi
Tónlistaratriði: Sigurvegarar Músíktilrauna Between Mountains
Kaffiveitingar í Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum
Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Bolungarvík
Bolvíkingum er boðið í kaffi og meðlæti 1. maí kl. 14:30
Dagskrá: Tónlistarskóli Bolungarvíkur skemmtir af sinn alkunnu snilld
Hjörtur Traustason og Bjarki Einarsson taka nokkur lög

Suðureyri
Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14. Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.
Ræða dagsins: Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Tónlist og söngur barna. Dúettinn Between Moutains.
Kaffiveitingar í félagsheimili Súgfirðinga.

Blönduós
Dagskráin hefst kl. 15:00 í félagsheimilinu
Ræðumaður dagsins: Hólmfríður Bjarnadóttir, fyrrum stjórnarkona í Stéttarfélaginu Samstöðu
Afþreying fyrir börnin
Kaffiveitingar

Sauðárkrókur
Hátíðarsamkoma stéttarfélaganna verður haldin kl. 15 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
Ræðumaður dagsins: Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Stéttarfélagsins Samstöðu
Nemendur úr Grunnskólanum austan Vatna munu skemmta veislugestum
Sigfús Arnar Benediktsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir leika nokkur lög
Geirmundur Valtýsson leikur á nikkuna
Kaffiveitingar

Fjallabyggð
Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði milli kl. 14:30 og 17:00
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna flytur Margrét Jónsdóttir
Kaffiveitingar

Akureyri
Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið Kl. 13:30 og kröfugangan leggur af stað kl. 14 við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu:
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna: Brynjar Karl Óttarsson kennari
Aðalræða dagsins: Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands Skemmtidagskrá: Norðlenskar konur í tónlist Ásdís Arnardóttir kontrabassi, Helga Kvam píanó, Kristjana Arngrímsdóttir söngur og Þórhildur Örvarsdóttir söngur
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Kaffiveitingar að lokinni dagskrá

Húsavík
Hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni kl. 14:00.
Dagskrá:
Ávarp: Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags
Hátíðarræða: Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar stéttarfélags
Sálubót: Söngfélagið Sálubót syngur nokkur lög. Stjórnandi Jaan Alavere
Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir spila og syngja þekkt dægurlög
Ari Eldjárn skemmtir gestum
Guðrún Gunnarsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir heiðra minningu Ellýjar Vilhjálms með því að syngja lögin hennar
Kaffiveitingar

Vopnafjörður
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Tónlistaratriði
Kaffiveitingar

Borgarfjörður eystri
Hátíðardagskrá verður í Álfheimum kl. 12.00
Ræðumaður: Reynir Arnórsson
Súpa og meðlæti.

Seyðisfjörður
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00
Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir
Kaffiveitingar og skemmtiatriði

Egilsstaðir
Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10.30
Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir
Morgunverður og tónlistaratriði

Reyðarfjörður
Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:30
Ræðumaður: Grétar Ólafsson
Kaffiveitingar og tónlist

Eskifjörður
Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00
Ræðumaður: Grétar Ólafsson
Tónskóli Reyðarfjarðar
Kaffiveitingar og tónlistaratriði

Neskaupstaður
Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14:00
Ræðumaður: Sverrir Kristján Einarsson
Tónlistaratriði: Félag harmonikkuunnenda Neskaupstað
Kaffiveitingar

Fáskrúðsfjörður
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúð kl. 15:00
Ræðumaður: Jökull Fannar Helgason
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Kaffiveitingar

Stöðvarfjörður
Hátíðardagskrá í Saxa Guesthouse kl. 15:00
Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Kaffiveitingar

Breiðdalsvík
Hátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli kl. 14:00
Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson
Kaffiveitingar og tónlistaratriði

Djúpavogur
Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 11:00
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson
Morgunverður og tónlistaratriði

Hornafjörður
Hátíðardagskrá á Z Bistro kl. 14:00
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson
Lúðrasveit Hornafjarðar, leikhópur FAS, tónlistaratriði
Kaffiveitingar

Selfoss
Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00. Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfoss þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra.
Dagskrá á Hótel Selfossi
Kynnir: Hjalti Tómasson
Ræður dagsins: Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands og Freydís Ösp Leifsdóttir, námsmaður
Skemmtiatriði: Karitas Harpa syngur nokkur lög. Leikhópur Menntaskólans á Laugarvatni sýnir atriði úr Konungi ljónanna. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína. Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30 til 14:30. Marie Valgarðsson verður með blöðrur fyrir börnin

Vestmannaeyjar
Dagskrá í Alþýðuhúsinu, húsið opnar kl. 14 og baráttufundur hefst kl. 14:30
Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins flytur 1. maí ávarpið Nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina
Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana

Reykjanesbær
Hátíðardagskrá í Stapa, húsið opnar Kl.13:45 – Guðmundur Hermannsson leikur létt lög
Kynnir – Guðbrandur Einarsson formaður VS og LÍV
Setning kl.14:00: Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður VSFK
Leikfélag Keflavíkur – Litla Hryllingsbúðin
Ræða dagsins: Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ
Söngur – Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson
Sönghópurinn Víkingarnir
Kl.13:00 er börnum boðið á bíósýningu í Sambíói KeflavíkMÆ

Page 5 of 22« First...«34567»1020...Last »

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.