Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs

Laus orlofshús

Vikan 7. júní – 14 júní, 2013 er laus í Hvammi, Reykjaskógi og í Arnarborg við Stykkishólm.  Endilega hafðu samband við skrifstofu félagsins ef þú vilt bóka orlofshús á þessum tíma. Hér gildir reglan,  Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Afmælishátíð á Eiðum 8. júní.

Í tilefni af 30 ára afmæli orlofsbyggðarinnar á Eiðum verður haldin afmælishátíð laugardainn 8. júní. Svæðið verður opið gestum og velunnurum frá 14 til 17. Formleg dagskrá hefst kl. 14.30 við hús númer 8.

Sjá nánar.

 

 

Framhald aðalfundar SfK – 29. apríl kl. 17:30

Mánudaginn 29. speíl verður framhaldið aðalfundi SfK.

Fundurinn fer fram í Gullsmára og hefst kl. 17:30.

Á dagskrá fundarins verða:

1. Reiknigar SfK

2. Önnur mál

Aðalfundur SfK 2013

Aðalfundur SfK verður haldinn þriðjudaginn 26. mars nk. að Gullsmára 13. Fundurinn hefst kl. 18.

 

Dagskrá fundarsins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Endurskoðaðir ársreikningar

3. Kosning í stjórn og nefndir

4. Önnur mál

 

Að loknum aðalfundi verður boðið uppá laufléttar veitingar í mat og drykk.

 

Stjórn Starfsmannafélags Kópavogs

Breytingar á gildistímum kjarasamninga SfK

Breytingar hafa verið gerðar á kjarasamningum SfK og viðsemjenda, það er ríkisins annars vegar og Kópavogsbæjar hins vegar.

Samningsaðilar hafa komið sér saman um að stytta gildistíma kjarasamnings um tvo mánuði og auka framlög til annað hvort fræðslu-/starfsmenntasjóða eða styktar-/sjúkrasjóða í áföngum um 0,1%. Auk þess er hluti af samkomulagi BSRB (fyrir hönd SfK) og fjármálaráðherra að til komi eingreiðsla að fjárhæð 38.000 kr. þann 1. janúar 2014.

Samkomulögin í heild sinni:

Niðurstaða forsendur nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi aðildarfélaga

Samkomulag BSRB og fjármálaráðuneytis

Breyting á styrk vegna líkamsræktar

Stjórn SfK samþykkti á fundi sínum í dag að styrkja félagsmenn sína um allt að 8.000,- kr. vegna líkamsræktar. Kópavogsbær styrkir starfsmenn um 30% af kostnaði vegna líkamsræktar eða allt að 16.000,- kr. BSRB styrkir félagsmenn SfK um allt að 20.000,- kr. Félagsmenn geta því hér eftir fengið allt að 44.000 krónur í styrk vegna kostnaðar við líkamsrækt.

Opið hús hjá SfK þann 30. nóvember

Starfsmannafélag Kópavogs verður með opið hús næstkomandi föstudag milli klukkan 13 og 16 í nýjum húsakynnum félagsins að Bæjarlind 14 – 16. Allir félagsmenn og áhugasamir eru sérstaklega velkomnir. Stjórn og starfsmaður félagsins verða á staðnum til að kynna starfsemina og réttindi félagsmanna. Veitingar á boðstólnum.

Hópferð í leikhús fyrir félagsmenn SfK – nokkrar dagsetningar í boði

Félagsmönnum SfK býðst tilboð á miðum á einleiks kabarettinÁstina sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu. í verkinu leiða saman hesta sína enn á ný þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Tómas R. Einarsson.

Í Ástinni segir frá söngkonu sem hefur upplifað margt ástarævintýrið. Hún segir frá misjafnri reynslu sinni, sársaukanum og reiðinni, draumum og þrám.
Ólafía Hrönn bregður sér í hlutverk karla og kvenna og virkjar einnig hljómsveit og áhorfendur.

Í sýningunni hljóma lög af geisladiski Ólafíu og Tómasar, Kossi, ásamt nýjum lögum. Titillag sýningarinnar, Ástin, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2004 sem Jazzverk ársins 2004.

Miðaverð er aðeins 1.000 kr. fyrir félagsmenn og 2.400 fyrir aukamiða.

Hægt er að velja á milli fjögurra sýninga.

2. nóvember

3. nóvember

4. nóvember

7. nóvember

Skrá þarf sig á skráningarblaðið sem hér fylgir með og skil því skal inn til skrifstofu SfK að Bæjarlind 14 – 16 í síðasta lagi mánudaginn 29. október.

Allar nánari upplýsingar veitir Rita Arnfjörð starfsmaður SfK í síma 554-5124.

Skráningarblað.

Tilkynning send á vinnustaði og túnaðarmenn.

Nánari upplýsingar um verkið á vef Þjóðleikhússins.

Skrifstofan lokuð – 10. og 11. okt.

Skrifstofa félagsins verður lokið 10. og 11. október vegna 43. þings BSRB. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 15. október samkvæmt auglýstum opnunartíma.

Lokað vegna flutninga – opnum aftur 24. september

Skrifstofa félagsins er lokuð þessa vikuna vegna flutninga. Við opnum aftur þann 24. september að Bæjarlind 14-16.

Page 21 of 22« First...10«1819202122»

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.