Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs

Sögufélag Kópavogs

Sögufélag Kópavogs var stofnað17. nóvember 2011 í safnaðarheimili Kársnessóknar, Borgum. Um 90 manns sóttu stofnfundinn og var gerður góður rómur að framtakinu. Bæjarstjóri Kópavogs, Guðrún Pálsdóttir, flutti ávarp og færði félaginu veglega bókagjöf og árnaðaróskir.
Í upphafi fundar hélt Frímann Ingi Helgason tölu fyrir hönd undirbúningshópsins og sagði frá aðdraganda þess að félagið var stofnað. Undirbúningsnefnd skipuð þeim Arndísi Björnsdóttur, Frímanni Inga Helgasyni, Gunnari Svavarssyni, Ólínu Sveinsdóttur og Þórði Guðmundssyni ásamt starfsmönnum Bókasafns Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs, þeim Hrafni Harðarsyni, Hrafni Sveinbjarnarsyni og Gunnari Marel Hinrikssyni skipulagði fundinn og samdi drög að lögum fyrir hið nýja félag.

Eftir ávarp bæjarstjóra voru borin upp til samþykktar drögin að lögum félagsins og voru þau samþykkt með miklum meirihluta. Þá var kosin bráðabirgðastjórn fram að fyrsta aðalfundi og voru þau Arndís Björnsdóttir, Frímann Ingi Helgason, Gunnar Svavarsson, Ólína Sveinsdóttir og Þórður Guðmundsson úr undirbúningshópnum kosin einróma með lófataki.

Næst flutti Magnús Óskarsson stórfróðlegt erindi um upphaf þéttbýlismyndunar í Kópavogi og gamlar myndir úr bænum voru sýndar. Einnig tók til máls Rannveig H. Ágeirsdóttir bæjarfulltrúi og óskaði hinu nýja félagi velfarnaðar. Ömmubakstur og sælgætisgerðin Freyja gáfu veitingar með kaffinu.

Eins og áður segir fór þátttakan fram út björtustu vonum og ríkti almenn ánægja með framtakið. Fyrsti aðalfundurinn verður svo haldinn í febrúar og verður hann nánar auglýstur síðar. Vert er að geta þess að þeir sem ganga í félagið fyrir annan aðalfund, þ.e. 2013, teljast stofnfélagar.

Allir sem áhuga hafa á sögu hins unga bæjarfélags eru hvattir til að hafa samband við einhvern úr bráðabirgðastjórninni og ganga í félagið.

(Frétt tekin af kopavogur.is)

Breyttur afgreiðslutími

Í október breytist afgreiðslutíminn hjá okkur örlítið. Opið verður á mánudögum til fimmtudaga frá 9:00-1300 en lokað verður á föstudögum. Við vonum að þetta muni ekki valda vandræðum.

Kjarasamningar samþykktir

Kjarasamningar Starfsmannafélags Kópavogs og Samninganefndar sambands íslenskra sveitafélaga var samþykktur með 88% greiddra atkvæða. Nýr samningur tekur því gildi frá og með 1. maí og ný launatafla gildir frá og með 1. júní sl.

 

Kjarasamningar 2011-2014

Fulltrúar Starfsmannafélags Kópvogs undirrituðu nýjan kjarasamning fyrir hönd félagsins sl. föstudag. Samningurinn verður kynntur síðar í mánuðinum og atkvæðagreiðsla fer fram með póstkosningu. Hægt er að skoða nýjan samning með því að smella á slóðina Kjarasamningur SfK og Kópavogsbæjar.Nánari upplýsingar verða settar inn á næstunni.

 

Page 21 of 21« First...10«1718192021

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.