Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs

Stöndum við stóru orðin

BSRB ætlar næstu vikurnar að hjálpa þingmönnum þjóðarinnar að rifja upp kosningaloforð sín. Bandalagið býður fólki að slást með í för til að hvetja þingheim til að standa við þessi loforð. Allt mun þetta fara fram á nýrriFacebook-síðu BSRB sem finna má hér.

Í aðdraganda kosninga til Alþingis kepptust frambjóðendur við að benda á augljós sóknarfæri til að efla grunnþjónustu landsins. Flestir frambjóðendur voru sammála um að nú væri kominn tími til að efla almannatrygginga-, mennta- og heilbrigðiskerfi landsins. Frambjóðendur allra flokka voru auk þess sammála um að þessi mál mættu ekki bíða og bregðast þyrfti við nú þegar.

BSRB hefur tekið saman nokkur þeirra loforða sem þingmenn létu frá sér fara í aðdraganda kosninganna og lúta að velferðarþjónustunni. Fólki gefst nú kostur á að skoða þessi kosningaloforð og geta sér til um hver lét þau falla í litlum leik sem hægt er að komast inn á í gegnum Facebook-síðu BSRB.

Undanfarin ár hefur stöðugt verið grafið undan grunnstoðum samfélagsins með óhóflegum niðurskurði á almannaþjónustu landsins. Ef áfram verður haldið á þeirri braut munu afleiðingarnar verða skelfilegar fyrir landsmenn alla. BSRB hvetur því fólkið í landinu til að minna þingmenn á mikilvægi öflugrar almannaþjónustu og til að standa við gefin loforð.

Hjálpum þingmönnunum að standa við stóru orðin. Stöndum saman að því að verja velferðina.

Frétt tekin af vef BSRB.

Skrifstofan lokar kl. 12.30 í dag – mánudaginn 11. nóvember

Af óviðráðanlegum ástæðum lokar skrifstofa félagsins klukkan 12.30 í dag mánudaginn 11. nóvember.

Laus orlofshelgi í Arnarborg og Hvammi.

Laust er í Hvammi í Reykjaskógi helgina 25-27 nk. fyrstur kemur fyrstur fær.

Einnig er laust í Arnarborg við Stykkishólm sömu helgi.

Kjarakönnun BSRB

Í skjalinu hér að neðan er samantekt úr kjarak0nnun sem BSRB lét gera á meðal félaga sinna.

Markverðar niðurstöður sem nokkuð hafa verið til umræðu síðustu vikur og vekja upp réttmætar spurningar varðandi kaup og kjör, launamun kynjana, launamun milli stéttarfélaga og fleira.

Endilega kynnið ykkur niðurstöðurnar nánar.

Kjarak0nnun BSRB 2013.

Nýr starfsmaður – Marín Rún Jónsdóttir

Marín Rún Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr starfsmaður hjá SfK. Hún hóf störf 1. ágúst síðastliðinn. Marín Rún hefur áður starfað hjá m.a. Vesturbyggð, Reykjavíkurborg og Vinnueftirliti ríkisins og hefur þekkingu og reynslu sem kemur að góðum notum fyrir okkar félagsmenn. Rita Arnfjörð starfar eftir sem áður á skrifstofu félagins. Við bjóðum Marín Rún hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í starfi.

Flugávísanir – gjafabréf á hagstæðu verði til félagsmanna

Flugávísanir (gjafabréf) hjá Icelandair og Wowair eru til sölu á skrifstofu félagsins. Flugávísanirnar kosta 18.000 til félagsmanna en eru að verðmæti 25.000 hvert og gilda í öll flug og tilboð á vegum félaganna. Gjafabréfin gilda þó ekki fyrir gjöldum og flugvallasköttum á punktafargjöldum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu SfK.

Laus orlofshús

Vikan 7. júní – 14 júní, 2013 er laus í Hvammi, Reykjaskógi og í Arnarborg við Stykkishólm.  Endilega hafðu samband við skrifstofu félagsins ef þú vilt bóka orlofshús á þessum tíma. Hér gildir reglan,  Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Afmælishátíð á Eiðum 8. júní.

Í tilefni af 30 ára afmæli orlofsbyggðarinnar á Eiðum verður haldin afmælishátíð laugardainn 8. júní. Svæðið verður opið gestum og velunnurum frá 14 til 17. Formleg dagskrá hefst kl. 14.30 við hús númer 8.

Sjá nánar.

 

 

Framhald aðalfundar SfK – 29. apríl kl. 17:30

Mánudaginn 29. speíl verður framhaldið aðalfundi SfK.

Fundurinn fer fram í Gullsmára og hefst kl. 17:30.

Á dagskrá fundarins verða:

1. Reiknigar SfK

2. Önnur mál

Aðalfundur SfK 2013

Aðalfundur SfK verður haldinn þriðjudaginn 26. mars nk. að Gullsmára 13. Fundurinn hefst kl. 18.

 

Dagskrá fundarsins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Endurskoðaðir ársreikningar

3. Kosning í stjórn og nefndir

4. Önnur mál

 

Að loknum aðalfundi verður boðið uppá laufléttar veitingar í mat og drykk.

 

Stjórn Starfsmannafélags Kópavogs

Page 19 of 21« First...10«1718192021»

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.