Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs

Frestur umsókna og fylgiganga 2015

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2015 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi föstudaginn 18. desember nk.

Þetta á bæði við um þá sem þegar hafa sent inn umsóknir á netinu og eiga eftir að skila inn fylgigögnum og  einnig þá sem eiga eftir að sækja um.

Komi umsóknir eftir þann tíma mun umsóknin undantekningalaust falla yfir á rétt ársins 2016.

Að gefnu tilefni bendum við á að skila þarf frumriti reikninga til sjóðsins, reikningar sendir með tölvupósti teljast ekki gildir.
Bestu kveðjur,

Starfsfólk Styrktarsjóðsins

Framhalds aðalfundur miðvikudaginn 14.10.2015!

Við minnum á að  miðvikudaginn 14. október verður framhalds aðalfundur Starfsmannafélags Kópavogs haldinn kl. 17.30 að Gjábakka, Fannborg 8. Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

Fundur settur.

Fundarstjóri og fundarritari skipaðir.

Reikningar lagðir fram félagslega endurskoðaðir og áritaðir af löggiltum endurskoðenda.

Starfseglur Vísindasjóðs SfK kynntar.

Stjórn SfK

Hægt þokast hjá bæjarstarfsmannafélögum

Sameiginlega samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna innan BSRB hefur undanfarið setið á samningafundum ásamt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hægt hefur þokast og er m.a. beðið eftir sameiginlegri vinnu svonefnd SALEK-hóps sem fjallar um mögulegar leiðir til að bæta kjarasamningagerðina og finna sameiginlegar lausnir fyrir þá hópa sem enn eiga eftir að semja og þá sem þegar hafa klárað sína samninga.

Vegna þessa skrifuðu samninganefndir bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB og samninganefnd Sambandsins undir samkomulag þar sem kemur fram að dragist kjaraviðræður farm í október mun gildistími hins nýja samkomulags vera frá 1. maí 2015.

Þar fyrir utan hefur samninganefnd bæjarstarfsmannafélagana verið að skoða ýmsar leiðir til að ná fram sambærilegum hækkunum og gerðardómur úrskurðaði félögum í BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Nokkrar útfærslur hafa verið skoðaðar en fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa ekki fengist til að tjá sig um leiðir til að bæta launaliðinn að svo stöddu.

Fulltrúar munu hittast aftur á mánudaginn nk. og halda áfram viðræðum sínum.

Sjá hér niðurstöður endurskoðun starfsmatskerfisins(leiðrétt gögn):

XKerfisbundin endurskoðun starfsmats 2015 (ÚTGEFIN STÖRF) LEIÐRÉTT SKJAL

Endurskoðun á starfsmatskerfinu.

Endurskoðun á starfsmatskerfinu SAMSTARF.
Niðurstaða vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, SAMSTARFS liggur nú fyrir ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókunum eitt og tvö með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat. Jafnframt eru aðilar sammála um að gera sérstaka greinargerð um endurskoðunarvinnuna. Fulltrúar stéttarfélaganna í framkvæmdanefndinni vinna fyrstu drög að greinargerðinni.

Starfsmatskerfið byggir á bresku starfsmatskerfi, Single Status Job Evaluation, sem innleitt var hér á landi árið 2002. Frá upptöku kerfisins hefur það aldrei verið uppfært til samræmis við þróun þess í Bretlandi. Það var því orðið mjög aðkallandi að fara í þessa vinnu til að tryggja áframhaldandi notkun og trúverðugleika kerfisins við að meta störf innan sveitarfélaganna með réttmætum og áreiðanlegum hætti og stuðla þannig að jafnræði og jafnrétti í launasetningu.

Starfsmatið er samstarfsverkefni þeirra sveitar- og stéttarfélaga sem um það hafa samið í kjarasamningum og þau mynda með sér starfsmatsnefndir, annars vegar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hins vegar hjá Reykjavíkurborg. Saman mynda nefndirnar eina faglega samráðsnefnd sem tekur stefnumótandi ákvarðanir varðandi þróun kerfisins og önnur fagleg málefni.

Sett var á laggirnar Verkefnastofa starfsmats sem rekin er af Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að vinna tillögur að uppfærslu og endurbótum á starfsmatskerfinu til samræmis við þá þróun sem orðið hefur á því í Bretlandi. Endurskoðun fól í sér breytingar á spurningakerfi, þrepa- og þáttaskilgreiningum og túlkun einstakra þátta kerfisins.

Framkvæmdanefnd starfsmatsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess, sem í sitja þrír fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tveir fulltrúar frá BSRB og einn fulltrúi frá ASÍ, hafa fjallað um rökstuddar tillögur starfsmatssérfræðinga verkefnastofu og tók á grundvelli þeirra og upplýsinga frá sveitarfélögunum um inntak starfa, ákvörðun um breytingar á mati einstakra starfa. Í endurskoðunarvinnunni var kallað eftir starfslýsingum frá öllum sveitarfélögunum. Skýrt kom í ljós við yfirferð þeirra að nú eru almennt gerðar meiri kröfur um gæði þjónustu en áður.

Við kostnaðarmat gildandi kjarasamninga sambandsins og starfsmatsfélaga var ógerlegt að meta fyrirfram hugsanlegan kostnað af endurskoðun starfsmatsniðurstaða. Þær upplýsingar lágu þó fyrir frá höfundum kerfisins í Bretlandi að mjög litlar breytingar hefðu orðið á starfsmatskerfinu frá því það var tekið í notkun hér á landi árið 2002. Með þær upplýsingar í farteskinu gengu samningsaðilar út frá því að kostnaður við endurskoðun kerfisins yrði óverulegur. Þegar farið var að vinna að endurskoðuninni kom hins vegar annað í ljós. Eitt og annað hafði tekið breytingum á þeim 13 árum sem liðin eru frá innleiðingu starfsmatskerfisins, sem nauðsynlegt var að leiðrétta. Samband íslenskra sveitarfélaga metur að breytingar á starfsmatskerfinu leiði til 3,3% hækkunar launakostnaðar meðal starfsmatsfélaga að jafnaði hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur.
Framkvæmdanefnd starfsmatsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og þeirra stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat er sammála um að launabreytingar vegna endurskoðunar starfsmatskerfisins verði framkvæmdar með eftirfarandi hætti.
• Kjarasvið sambandsins sendir sveitarfélögum hverju og einu allar breytingar vegna kerfisbundinnar endurskoðunar starfsmatskerfisins á útgefnum störfum ásamt leiðbeiningum um framkvæmd. Einnig verða breytingar á staðbundnum starfsmatsniðurstöðum sendar til viðkomandi sveitarfélaga. Sömu gögn verða afhent viðkomandi stéttarfélögum.
• Sveitarfélög yfirfari og breyti stiganiðurstöðu starfa sinna til samræmis við þær breytingar sem niðurstaða endurskoðunar á starfsmatskerfinu og starfsmatsniðurstöðum fela í sér.
• Breytingar á starfsmati sem leiða til breytinga á launaröðun vegna endurskoðunarinnar taka gildi frá 1. maí 2014 og leiðréttast samkvæmt launatöflu II með gildandi kjarasamningi. Er þetta í samræmi við framkvæmd fyrri leiðréttinga á starfsmati og er óháð því hvort breytingin kemur til framkvæmda eftir að nýr kjarasamningur tekur gildi.
• Miða skal við að breyting á launaröðun starfsmanna samkvæmt endurskoðuðu starfsmati komi til framkvæmda 1. ágúst, en þó eigi síðar en 1. september 2015.
• Í ljósi þess að um töluverða vinnu er að ræða er sveitarfélögum gefið svigrúm til 1. október 2015 til að framkvæma afturvirkar launabreytingar starfsmanna. Sveitarfélög eru þó hvött til að ljúka leiðréttingum eins fljótt og kostur er.
Lækki starf í kerfisbundinni endurskoðun skal starfsmaður halda óbreyttri launaröðun en nýir starfsmenn taka laun samkvæmt gildandi starfsmati.

Kæru félagsmenn!

Verið er að vinna skjal vegna endurskoðunar á starfsmatinu,þar sem búið er að endurmeta öll útgefin gögn sem eru á heimasíðu verkefnastofu um starfsmat og mun nánari upplýsingar verða settar inn vegna þessa á n.k. mánudag.
Hvað varðar kjarasamningagerð, þá er vinna ekki farin í gang þar sem félögin töldu rétt að fullnusta síðasta kjarasamning,vegna endurskoðunar á starfsmati,áður en gengið yrði til nýrra samninga. Nánari upplýsingar verða settar inn eftir helgina.
með kveðju,
stjórn SfK.

Auglýstum framhaldsaðalfundi sem halda átti í dag 19.05.2015 er frestað.

Kæru félagsmenn!
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að fresta auglýstum framhaldsaðalfundi sem halda átti í dag kl 18:00 að Gullsmára 13.

Stjórn SfK

Kæru sjóðfélagar, við  minnum á framhaldsaðalfundinn sem haldinn verður á morgun 19.maí 2015 í salnum að Gullsmára 13, kl. 18.00.

LAUSAR VIKUR í ORLOFSHÚSUM SfK sumari 2015.

Akureyri : vikur : 3,16,17

Arnarborg. Vikur: 17

Eiðar. vikur : 1,3,4,5,15,16,17

Hvammur. Vikur: 15,17

Munaðarnes. Vikur: 15,16,17

 

Minni á gistimiða á hótel,miða í Hvalfjarðargöng, Flugávísanir,útilegukortið og veiðikortið
allt á skrifstofu SfK
.

Kveðja Orlofsnefnd SfK

Góðan daginn ! Allir vita hver staðan er á vinnumarkaði. Við í SfK höfum fengið skýr skilaboð um það að fyrst verði samið á almenna markaðnum áður en rætt verður við okkur. Við gerum þá kröfu að samningur taki við af samningi og bíðum þetta af okkur. Stjórn SfK mun kalla til fundar með trúnaðarmönnum og fara yfir kröfugerðina okkar. Við munum halda áfram að fara fram á frekari leiðréttingu á launa – og tengitöflu ásamt því að 10. kafli kjarasamnings, sem fjallar um viðbótarmenntun, verði yfirfarinn og endurskoðaður í takt við veruleikann. Mun reyna að halda félagsmönnum upplýstum eins og kostur er. Með kveðju, formaður SfK

Page 10 of 21« First...«89101112»20...Last »

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.