Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs

Lokum í dag 15/1´15 kl. 15:00

Kæru félagsmenn, við lokum á skrifstofunni okkar í dag 15/1´15 kl. 15:00 vegna óviðráðanlegrar ástæðu.

Dagbækurnar fyrir árið 2015 eru komnar.

Kæru félagsmenn, minni á að dagbækurnar eru komnar fyrir nýja árið.

Endilega komið við á skrifstofunni og fáið ykkur dagbók.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.

Gleðilega  hátíð og megi komandi ár  færa farsæld, gleði og  frið.

 

 

Veiðikortið er komið.

Kæru félagsmenn, veiðikortið fyrir árið 2015 er komið. Kostar kr. 2.500,-.

Félagsmenn athugið – umsóknir um styrki fyrir árið 2014

Við viljum vekja athygli á því að nú fer hver að verða síðastur til að skila inn umsóknum um styrki vegna þessa starfsárs.

Stjórn Starfsmenntasjóðs mun funda á þriðjudag í næstu viku og stjórn Vísindastjóðs mun funda fljótlega. Þá viljum við minna ykkur á að sækja um styrki til BSRB svo sem vegna líkamsræktar og einnig til vinnuveitenda áður en árið er liðið.

Nánari upplýsingar um styrki félagsmanna SfK má finna hér:

Kjarasamningur samþykktur

Nýr kjarasamningus SfK og SNS fyrir hönd Kópavogsbæjar var samþykktur af félagsmönnum í atkvæðagreiðslu sem lauk á miðnætti. Alls kusu 509 félagsmenn. 440 eða 86% samþykktu samninginn, 40 eða 8% kusu nei og 29 eða 6% skiluðu auðu. Samningurinn telst því samþykktur.

Leiðréttingar á launum félagsmanna munu því koma til greiðslu um næstu mánaðarmót ásamt eingreiðslu sem kveðið er á um í samningnum. Leiðréttingar ná aftur til 1. maí sl.

Ef þið hafið spurning varðandi kjarasamninginn eða önnur hagsmunamál hafið þá endilega samband við skrifstofu félagsins í síma 554-5124 eða í gegnum netfangið sfk@stkop.is.

Kæru félagsmenn munum eftir að kjósa.

Kæru félagsmenn munum eftir að kjósa, kosningu lýkur á miðnætti. Látið það berast að þeir sem hafa ekki tölvu geta komið á skrifstofu SfK og kosið.

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála

Nýverið úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála í máli félagsmanns SfK gegn Kópavogsbæ.

Niðurstaðan er skýr og afdráttarlaus. Brotið var gegn félagsmanni okkar og honum mismunaði í launum í samanburði við annan starfsmann af öðru kyni. Kópavogsbær hafði ekki virt áður framkomnar athugasemdir m.a. frá jafnréttisfulltrúa. Kópavogsbær hefur ekki enn leiðrétt þennan mismun né gert upp við starfsmannin í kjölfar úrskurðarins.

Hér má nálgast úrskurð kærunefndar jafnréttismála í heild sinni.

Kosning um kjarasamning stendur yfir!

Kæru félagsmenn, munið að nýta ykkur kosningaréttinn ykkar, kosningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 19/11 nk.

Kosningin er rafræn og eiga þeir sem hafa skilað inn netföngum til SfK að vera búnir að fá atkvæðaseðil í tölvupósti.

Þeir sem ekki hafa netföng eru hvattir til að koma og kjósa á skrifstofu SfK.
Mikilvægt að allir kjósi og nýti kosningarétt sinn.

Stjórn SfK

Kosning hafin um nýjan kjarasamning

Kosning er hafin um nýjan kjarasamning. Ef félagsmenn hafa ekki fengið tölvupóst með atkvæðaseðli þá er rétt að setja sig í samband við skrifstofu félagsins í síma 554-5124 eða senda póst á netfangið sfk@stkop.is.

Kosning hófst síðdegis í gær og stendur fram til miðnættis þann 19. nóvember.

Tökum afstöðu – nýtum rétt okkar til að kjósa!

Page 10 of 18« First...«89101112»...Last »

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.