Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs

JÓL OG ÁRAMÓT 2018.

Kæru félagsmenn!

Opnað verður fyrir umsóknir í orlofshúsin fyrir Jól og Áramót 2018.

mánudaginn 12.11´18.

Jólavikan er : 21.12´18 – 28.12´18.

Áramótavikan er : 28.12´18 – 04.01´19.

Viljum taka fram að lokað verður fyrir umsóknir  föstudaginn 30.11 nk.  kl. 13:00.

Frestur umsókna og fylgigagna 2018

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2018 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi miðvikudaginn 18. desember nk.

Í dag miðvikudag 24.10.2018 lokum við kl. 14:55 á skrifstofu SfK.

Í nýju landi – opinn viðburður í sendiráði Póllands

„Sæl/l.

Geðhjálp, Sendiráð Póllands og Þróunarsjóður innflytjendamála bjóða innflytjendum af pólskum uppruna upp á opinn viðburð undir yfirskriftinni Í nýju landi í sendiráði Póllands í Þórunnartúni 2 milli kl. 11 og 13 laugardaginn 3. nóvember næstkomandi.

Á viðburðinum verður fjallað um sjálfshjálparhóp Pólverja á vegum Geðhjálpar, andlegt álag samfara því að flytja frá einu landi til annars og þjónustu Reykjavíkurborgar við innflytjendur og aðra íbúa í sveitarfélaginu svo dæmi séu nefnd.

Boðið verður upp á veitingar eftir að formlegri dagskrá á pólsku lýkur.

Hér á eftir fer dagskrá viðburðarins á pólsku og íslensku https://www.facebook.com/events/284263675516689/ .

Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis aðgangur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!“

Dzień dobry,

Stowarzyszenie Geðhjálp oraz Ambasada Polska w Reykjaviku zapraszają na otwarte spotkanie pod tytułem „W nowym kraju”.

Miejsce: Ambasada Polska w Reykjaviku, Þórunnartún 2.

Termin: 3 listopada, w godz. 11:00-13:00

Na spotkaniu rozmawiać będziemy między innymi o grupie wsparcia dla Polaków, obciążenu psychicznym związanym z przeprowadzką do nowego kraju oraz usługach Miasta Reykjavik dla imigrantów i innych mieszkańców gminy.

Po oficjalnej części spotkania zapraszamy na poczęstunek.

Strona wydarzenia na Facebooku w języku polskim i islandzkim:  https://www.facebook.com/events/284263675516689/ .

Spotkanie jest bezpłatne i otwarte dla wszystkich.

Do zobaczenia!

Spotaknie jest finansowane z Funduszu Rozwojowego Ministerswa ds. Socjalnych.

ORLOFSHÚS HJÁ BSRB

Kæru félagsmenn SfK!

Nokkrar næstu helgar/vikur lausar í Birkihlíð í Munaðarnesi þ.e.a.s. 26. – 28. október, 2.- 4, 9.-11., 16. – 18. og 23. – 25. Nóvember.

Helgarleigan kostar kr. 27.000,- og vikuleigan kr. 37.000,-.

Endilega hafið samband við Ásthildi afgreiðslufulltrúa hjá BSRB  í síma 525-8300 eða senda tölvupóst á netfangið asthildur@bsrb.is

 

 

BREYTUM EKKI KONUM – BREYTUM SAMFÉLAGINU!

Nú er nóg komið! Krefjumst jafnra kjara og öryggis á vinnustað! Göngum út 24. október og höfum hátt!

SAMSTÖÐUFUNDUR Á ARNARHÓLI 24. OKTÓBER 2018 KL. 15:30

Konur vinna ókeypis eftir kl. 14:55 á Íslandi!

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55.
_

DON’T CHANGE WOMEN, CHANGE THE WORLD!
We have had enough! Let’s walk out to protest gender income inequality and violence and harassment in the workplace at 2:55 p.m. on October 24th, 2018.

DEMONSTRATIONS AT ARNARHÓLL OCTOBER 24TH, 2018 AT 3:30 P.M.

Women work for free after kl. 2:55 p.m. in Iceland!

According to the newest figures from Iceland Statistics, the average wages of women in Iceland are only 74% of the average wages of men. Women are therefore paid 26% less on average than men. Therefore, women have earned their wages after only 5 hours and 55 minutes, in an average workday of from 9 a.m. to 5 p.m. Women stop being paid for their work at 2:55 p.m.

45. þing BSRB 17. til 19. október

Stjórn SfK er á BSRB þingi.

 

 

 

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

Formannaráð BSRB fordæmir bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja.

Formannaráð BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og launakjör þeirra sem eru í engu samræmi við raunveruleika íslensk launafólks. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi ráðsins nú rétt fyrir hádegi.

Ráðið skorar á bæði fulltrúa launafólks og fulltrúa atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að beita sér af fullum þunga gegn þessari óheillaþróun. Ráðið telur það ekki hlutverk lífeyrissjóða landsmanna að fjárfesta í fyrirtækjum sem sýna af sér algert siðleysi með því að greiða stjórnendum ofurlaun eða bónusa sem ekki eru boðnir almennum starfsmönnum fyrirtækjanna.

Ályktun formannaráðs BSRB í heild sinni er hér að neðan

Formannaráð BSRB fordæmir bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og launakjör sem eru í engu samræmi við raunveruleika íslensks launafólks. Eftir að tekið var á bónusgreiðslum og ofurlaunum í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 virðist nú allt vera að færast í sama farið þar sem fyrirtæki umbuna stjórnendum með kjörum sem ofbjóða launafólki.

Formannaráðið skorar á fulltrúa samtaka launafólks og samtaka atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að beita sér af fullum þunga gegn þessari þróun. Lífeyrissjóðir landsmanna eiga ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem sýna af sér algert siðleysi með því að greiða stjórnendum sínum ofurlaun eða bónusgreiðslur sem almennir starfsmenn sömu fyrirtækja njóta ekki.

Góðan daginn. Í viðhengi er að finna auglýsingu frá FLUGGER sem býður öllum starfsmönnum SfK frábær afsláttarkjör.

Starfsmannafélög 2018

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

 

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 22. ágúst nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

 

Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 22. ágúst nk. 

  1. 16.30: B deild Brúar lífeyrissjóðs – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar
    kl. 17.30: A deild
    kl. 18.30: V deild

 

Skráning hér

Page 1 of 2212345»1020...Last »

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.